SKILMÁLAR

Pantanir:

Við hjá Printit tökum við pöntunum þegar greiðsla hefur borist. Þegar greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti.

Greiðsla:

Hægt er að greiða pantanir með millifærslu eða reikning í heimabanka.

Sendingarmáti:

Pantanir okkar er hægt að fá senda með pósti. Sendingarkostnaður er greiddur af Printit.
Pantanir eru sendar með Íslandspósti, en það tekur allt að 1 virkan dag að afgreiða pöntunina. Sendingartími er 7-10 virkir dagar.
Hjá okkur gilda afhendingar-,ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vöru.

Vöruskil:

Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum. Þar sem hver pöntun er sérpöntuð þá fæst vöru aðeins skilað sé hún gölluð eða ekki skv. pöntun. Tilkynna skal vöruskil á pantanir@printit.is Boðið er upp á inneignarnótu eða vöruskipti. Athugið þegar vöru er skilað ber kaupandi ábyrgð á vörunni þar til hún hefur borist okkur. Kaupandi greiðir sendingarkostnað sé vöru skilað. Sé vara endursend verður hún að berast á heimilisfang Printit.
Hafi viðskiptavinur fengið skemmda eða ranga vöru, ber honum að upplýsa okkur um það við fyrsta tækifæri og munum við taka fulla ábyrgð á því.

Fyrirvari:

Við áskilum rétti til verðbreytinga án fyrirvara. Allar upplýsingar og verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillu og myndbrengl. Printit áskilur sér rétt til að hætta við pöntun komi í ljós að varan sé vitlaust verðmerkt eða uppseld. Í þeim tilfellum er viðskiptavini endurgreitt.

Trúnaður:

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum, nema svo beri skylda gagnvart lögum.

Lög og varnarþing:

Varðandi viðskipti við okkur, sem og önnur atriði í samningsskilmálum þessum gilda íslensk lög. Rísi ágreiningur milli Printit og viðskiptavinar skal mál vegna þess rekið fyrir íslenskum dómstólum.

Aðrar upplýsingar:

Printit.is er rekið af Viska Vef ehf. Kt. 700316-0410.